Posted on 22-Mar-2020

Nailed It Fish and Chips

Góðan daginn gott fólk.


Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu sem og heiminum öllum þá er staðan sú að Nailed It verður lokaður frá og með deginum í dag, 22. Mars, þangað til aðstæður breytast til hins betra og hömlum verður aflétt.


Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir viðskiptin fram að þessu og vona að þið séuð ánægð með matinn og þá þjónustu sem við Birnir höfum reynt að veita ykkur í vagninum mínum undanfarið ár?


Að sjálfsögðu mun ég leggja mitt af mörkum við að hefta útbreiðslu Corona veirunnar með þeim ráðum sem Almannavarnir leggja til.


Ég tek ofan fyrir öllu heilbrigðisstarfsfólkinu sem stendur í framlínunni við að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar og sinna þeim sem veikir eru. Einnig öllu hinu fólkinu sem stendur nú í stórræðum við að almannavarnir landsins. Þið eruð hvunndagshetjur!


Stöndum saman í gegnum þessa skrítnu og erfiðu tíma með bjartsýni, kærleik og von í hjarta. Hugsum vel um okkur sjálf, fólkið okkar og samferðamenn okkar.


Með sameinuðum kröftum okkar komumst við í gegnum þetta!
Bestu kveðjur,


Karl Jóhann.
Contact Us
Message sent. We'll get back to you soon.